Ný síða

Ny heimasíða Króksmótsins er hér: http://www.tindastoll.is/fotbolti/kroksmot/kroksmot-1

Auglýsingar

Uppfærsla á leikjum sunnudags.

Kæru foreldrar, liðsstjórar og þjálfarar. Takk fyrir góðan laugardag.

Við tókum eftir villu í leikjaplani sunnudagsins kl.18.30 í dag og þurftum að færa nokkra leiki til að laga það.

Bið ykkur að skoða vefinn núna og vera viss um að allir leikir séu réttir fyrir morgundag.

Bendi ykkur á að síðustu tveir leikirnir hjá 6B, 6D, 7C og 7E koma ekki inn á planið fyrr en að riðlum hjá þeim lýkur í fyrramálið og hjá 6E kemur síðasti leikurinn ekki inn fyrr en riðli er lokið.

Mótsstjórn

http://kroksmot.torneopal.com

Drög að leikjaplani komin á vefinn

Leikjaplanið kom inn seint í gær og er hægt að nálgast það á http://kroksmot.torneopal.com/ (ekkert www.)

Vinsamlegast sendið póst á heidaros13@ru.is í dag, fimmtudag, ef það þarf að gera einhverjar breytingar. 

Ég bið ykkur að yfirfara ykkar lið og skráningar, fjölda liða og styrkleika og getið m.a. skoðað það með því að smella á ‘Flokkar’.

Leikir hefjast 8.30 báða dagana og spila B, D og E lið í 6. og 7.flokki fyrir hádegi á lau og A og C lið + 5.flokkur eftir hádegi á lau. Allir spila a.m.k. 7 leiki. 4 á laugardegi og 3 á sunnudegi.

Leikir klárast 15.40 á lau og um 14.35 á sun. þannig að mótinu og verðlaunaafhendingu ætti að ljúka um 15.30 á sunnudaginn

Minni ykkur á fararstjórafundina á föstudaginn (22.15) og laugardaginn (22.00), í íþróttahúsinu. Allar upplýsingar um mótið er að finna á www.kroksmot.wordpress.com

Sjáumst um helgina.

Skráning á Króksmót Tindastóls hafin!

Til þess að skrá lið til leiks á Króksmótið 6. – 7. ágúst 2016 þarf að fylla út skráningarblaðið fyrir hvern flokk:

7.flokkur:  http://goo.gl/forms/BQx3k47Sq3

6.flokkur:  http://goo.gl/forms/jPB54EfQgw

5.flokkur: http://goo.gl/forms/yWYC2n6s2M

Einnig biðjum við þjálfara að senda þátttökutilkynningu á netfangið: ingvihrannar@me.com og þá staðfestum við þátttökuna.

Þegar þið eruð búin að ná plássi (skrá hér) þá bið ég ykkur að deila þessu á þá þjálfara sem þið þekkið svo við getum gert mótið áfram sem sterkast í öllum flokkum.

Aðeins takmarkaður fjöldi kemst að og færri munu komast að en vilja. Þetta er aðeins óformleg skráning til þess að sjá fjölda (+/- 1 lið). Engin skráning í gistingu strax eða greiðsla á staðfestingargjaldi. Það verður póstur um það seinna.

Sjáumst á Króknum í ágúst.

Þátttakendur mega nú fara í allar sundlaugar í Skagafirði

410237357291667

Sundlaugarnar á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi verða opnar um helgina sem hér segir og fá þeir sem bera keppnisarmband mótsins frítt í sund á meðan á móti stendur.

Opnunartími verður sem hér segir:

Sauðárkrókur:

Fös: 7-21
Lau: 10-21
Sun: 10-18

Varmahlíð:

Lau og Sun: 10.30-18

Hofsós:

Hofsós 9-21 alla dagana

Það er ekki amalegt að geta skellt sér í sund á Hofsósi eða Varmahlíð á meðan á móti stendur.